Skip to main content
Fréttir

MND árið 2013

By 22. desember 2013No Comments

MND Árið 2013-Bestu hátíðarkveðjur frá stjórn félagsins

Afmælisárið 2013 hefur verið viðburðarríkt. 20 ára afmæli MND félagsins var fagnað þann 20. febrúar með útgáfu afmælisrits og tónleikum á Grand Hótel. Glæsileg samkoma og mikið fjör. Þar söfnuðust peningar sem lögðu grunninn að nýrri heimasíðu félagsins sem við vinnum stöðugt að endurbótum á. www.mnd.is.

Á alþjóða MND deginum komum við saman á Ingólfstorgi í Reykjavík. Þar héldum við okkar árlega hjólastóla rallý. Þar var mikil keppni í öllum flokkum og glæsilegir sigurvegarar að venju. Sem reyndar voru allir sem þátt tóku. Á eftir voru að venju tónleikar með flottum tónlistarmönnum sem töfruðu fram ljúfa tóna af hreinni snilld.

Í ágúst var haldið í víking til Danmerkur þar sem 20 manna hópur frá okkur tók þátt í Norræna MND fundinum. Frábærir dagar, góð dagskrá og eðal aðstaða fyrir fatlaða. Það er óþarfi að nefna gestrisni Dana sem er rómuð af öllum og stóðst allar væntingar. Næsti fundur verður á Íslandi í komandi ágúst og undirbúningi miðar vel.

Í október héldum við á Hótel Selfoss með okkar árlegu slökunar og fræðsludaga. Mikið hlegið og hversdagnum gleymt um stund. Þetta verður örugglega endurtekið.

Þá kom desember með fund alþjóðasamtaka MND félaga í Mílanó á Ítalí. Við vorum óvenju mörg í tilefni afmælisársins. Þetta var að venju mikið puð en fræðandi og ánægjulegt í alla staði.

Við gátum aðstoðað félaga í neyð, stutt við fagfólk til námsferða auk kaupa á tækjum fyrir LSH. Þetta gátum við með aðstoð Íslendinga sem standa þétt við bakið á okkur.

Nú þegar 2014 gengur í garð látum við okkur hlakka til: fundar á Ísafirði í maí, Alþjóðadagsins í Júní, Norræna fundarins í ágúst, Selfoss í október svo eitthvað sé nefnt.

Við þökkum stuðninginn á undangengnum árum og vonandi getum við treyst á ykkur áfram á árinu 2014.