Skip to main content
Fréttir

Maraþoninu 2020 aflýst

By 4. ágúst 2020No Comments

Nú hefur Maraþoninu verið aflýst fyrir 2020. Það er auðvitað mikill skaði fyrir félagið sem á svona dugnaðarforka að eins og ykkur. Hlaupastyrkur er að skoða með framhaldið og vonandi endar þetta vel fyrir alla. MND á Íslandi þakkar innilega fyrir stuðninginn og hlýjan hug. Allavega sjáumst við hress á næsta ári. 

Þetta barst okkur áðan:

Kæra góðgerðarfélag,

Á síðustu mánuðum hefur Íþróttabandalag Reykjavíkur leitað leiða til að halda Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka miðað við tilmæli yfirvalda. Því miður sjáum við okkur ekki fært að halda viðburðinn, sem fara átti fram 22. ágúst n.k. og uppfylla um leið skilyrði Almannavarna, sem tóku í gildi 31. júlí síðastliðinn.

Þar sem að undanförnu hafa komið fram sýkingar í samfélaginu og framhaldið hvað það varðar mjög óljóst kjósum við að sýna ábyrgð og setja ekki þátttakendur í óþarfa áhættu. Framundan er viðkvæmur tími þar sem skólahald er að hefjast sem og vetraríþróttastarf að fara í gang og því skynsamlegt að auka ekki hættu á smiti með stórum viðburði.

Söfnun góðgerðarfélaganna á Hlaupastyrk er mikilvægur tekjupóstur fyrir þeirra starfsemi. Á síðasta ári var sett áheitamet þar sem hlauparar söfnuðu 167.483.404 krónum til 181 góðgerðarfélaga. Góðgerðarfélögin munu halda sínum áheitum þó svo að hlaupið fari ekki fram. Leitað er leiða til að halda söfnuninni áfram og minnka skaðann fyrir alla og verður það kynnt frekar á næstu dögum.

Með kveðju

Íþróttabandalag Reykjavíkur