MND félagið hélt sinn fræðslu og félagsfund 6. september 2018 á Sauðárkróki. Við hittums í Húsi Frítímans, Sæmundargötu 7b á Sauðárkróki. Að lokinni fræðslu og samtali þar fórum við að heimsækja heiðurshjónin í Stóragerði og skoða glæsilegt samgöngumynjasafn þeirra. Ásamt því að njóta þeirra rómuðu veitinga.
Félag MND sjúklinga var stofnað 20. febrúar 1993.
Það voru nokkrir sjúklingar sem stóðu að stofnun félagsins, þau Sigríður Eyjólfsdóttir, Jóna Alla Axelsdóttir og Rafn Jónsson.
Metáheit söfnuðust fyrir MND félagið þann 18. ágúst síðastliðinn.
Samtals hlupu 224 einstaklingar fyrir félagið. Alls bárust 1900 framlög vegna hlaupsins. Samtals söfnuðust 10.791.000 kr. Tveir hópar hlupu þetta árið fyrir okkur. 146 hlupu fyrir hópinn „Hlaupum fyrir Ágúst“. Þau söfnuðu alls: 8.363.100 kr. 4 hlupu fyrir „The Griswolds“. Þau söfnuðu alls: 386.000 kr. Við kunnum þeim og öllum okkar stuðningsaðilum bestu þakkir.