Staðreyndir um MND

Staðreyndir um MND sjúkdóminn

(Byggt á MNDA í Bretlandi 2018)

 1. MND er banvænn og hraðgengur sjúkdómur sem leggst á mænu og heila.
 2. MND drepur þriðjung sjúklinga á innan við ári og helming innan tveggja ára frá greiningu.
 3. MND ræðst á taugarnar sem stýra hreyfingum þannig að vöðvarnir hætta að starfa. Yfirleitt hefur þetta ekki áhrif á skynfærin líkt og sjón, heyrn, snertiskyn o.þ.h.
 4. MND lokar fólk inni í hrörnandi líkama sínum, það getur ekki hreyft sig, getur ekki tjáð sig, getur ekki kyngt og að lokum getur fólk ekki andað.
 5. Yfir 80% fólks með MND á við tjáskiptaörðuleika að stríða, sumir missa röddina alveg.
 6. Um 35% fólks með MND glímir við vægar vitsmunalegar skerðingar sem valda erfiðleikum með skipulag, ákvarðanatöku og tal.
 7. 15% sem greinast glíma við „elliglöp“ sem geta valdið frekari breytingum á hegðun viðkomandi.
 8. 1 af hverjum 300 fá MND – þegar þú situr í meðalstórum bíósal þá er 1 þar inni sem mun fá MND einhvern tímann á ævinni.
 9. MND gerir hvorki greinamun á kyni né kynþætti – allir geta fengið MND.
 10. 10.Á Íslandi greinast í kringum 6 manneskjur á ári með MND og 6 deyja. Að meðaltali eru 30 með sjúkdóminn á hverjum tíma.
 11. 11.MND er ÓLÆKNANDI.

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?