Fréttir

22.05.2021
Aðalfundur MND á Íslandi vegna 2020 Haldinn laugardaginn 5. júní 2021 Fundarstaður: Sigtún 42, kl. 14:00 Léttar veitingar.
02.02.2021
Félagsfundur á netinu á fimmtudaginn kl. 17:00 https://us02web.zoom.us/j/9625946874
11.01.2021
Miðvikudagur kl. 13:30
06.12.2020
Evald Krog var ekki stór maður í sniðum en hann fyllti upp í hvern þann sal, sem hann kom inn í, með sterkri nærveru sinni. Það var næsta konungleg upplifun að fylgjast með Evald rúlla inn á ragmagnshjólastólnum sínum óaðfinnanlega klæddur fötum úr góðum og litríkum efnum. Glansandi hönnunarskórnir undirstrikuðu hárfínan smekk heimsmanns og lífskúnstners sem lifði með reisn allt til síðasta dags.
23.11.2020
Patrick Quinn einn forvígismanna ísfötuáskorunarinnar svökölluðu lést af völdum ALS sjúkdómsins 22. nóvember 2020. Áskorunin fór sem eldur í sinu árið 2014 þegar fólk safnaði stórfé til rannsókna á sjúkdómnum með því að hella yfir sig úr fötu fullri af ísköldu vatni. Patrick Quinn er einn þeirra sem gerði ísfötuáskoruna að alþjóðlegu æði árið 2014 er látinn, þrjátíu og sjö ára að aldri. Quinn greindist með ALS eða MND sjúkdóminn fyrir sjö árum. Ísfötuáskoruninni var ætlað að safna fé til rannsóknar á sjúkdómnum. ALS er taugahrörnunarsjúkdómur, algengasta form hreyfitaugahrörnunar (MND).
09.11.2020
Ég er með lengri gerðina af Caddy til sölu. Búið er að breyta bílnum þannig að hægt er að keyra hjólastólinn inn að aftan. Hann er 2017 sjálfskiptur ekinn 53.500 við keypum hann á 3.270.000
04.11.2020
Félagsfundur 5. nóvember fellur niður!
28.09.2020
Félagsfundur MND félagsins er fyrsta fimmtudag í mánuði, á skrifstofu okkar Sigtúni 42. Kl. 17:00-19:00. Næsti fundur eða hittingur er 1. október. Gætum að sóttvörnum eins og hægt er. Mætum öll hress og kát Við erum alltaf við símann.
04.09.2020
Félagsfundur MND félagsins er fyrsta fimmtudag í mánuði, yfirleitt, á skrifstofu okkar Sigtúni 42. Kl. 17:00-19:00. Næsti fundur eða hittingur er 5. september kl. 14:00-15:00 á netinu. Zoom tengillinn er: https://us02web.zoom.us/j/87317600399 Mætum öll hress og kát Við erum alltaf við símann.
04.08.2020
Nú hefur Maraþoninu verið aflýst fyrir 2020. Það er auðvitað mikill skaði fyrir félagið sem á svona dugnaðarforka að eins og ykkur. Hlaupastyrkur er að skoða með framhaldið og vonandi endar þetta vel fyrir alla. MND á Íslandi þakkar innilega fyrir stuðninginn og hlýjan hug. Allavega sjáumst við hress á næsta ári.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?