Skip to main content
Fréttir

MND rannsóknir-Ísfötuáskorun-IceBucketChallenge

By 14. október 2014No Comments

Við hjá MND félaginu á Íslandi viljum þakka ykkur öllum fyrir stuðninginn í gegnum árin við starf félagsins.

Einn hluti starfsins er að afla fjár til rannsókna tengdu MND sjúkdómnum í sem víðustu samhengi.

MND félagið á Íslandi hefur með ykkar hjálp tekist að styðja Íslendinga til rannsókna í Danmörku, keypt tækjabúnað vegna rannsókna á talörðuleikum tengdum MND sjúkdómnum, styrkt fagfólk til að sækja ráðstefnur erlendis um MND sjúkdóminn, unnið skýrslur með Háskóla Íslands um líf með aðstoð eða ekki svo eitthvað sé nefnt.

Auðvitað eru fjöldi rannsókna tengdum MND sjúkdómnum í gangi á hverjum tíma víðsvegar um heiminn. ALSTDI er rannsóknarmiðstöð í Boston og bara þeir eru að fylgjast með 106 rannsóknum tengdum MND og færir okkur fréttir reglulega af gangi mála þar. Við eigum í mjög góðu samstarfi við þau og miklu fleiri í gegnum Alþjóðasamtök MND félaga og munum halda því áfram.

Vegna ánægjulegs árangurs við fjáröflun undanfarið hefur stjórn MND félagsins á Íslandi ákveðið, í samstarfi við fagfólk í taugavísindum, að auglýsa styrki til Íslenskra vísindamanna til að vinna að rannsóknum á MND sjúkdómnum. Vonandi tekst að vinna úr umsóknum svo úthlutun gerist snemma á næsta ári.

Allt okkar starf byggist á velvilja Íslendinga og svo mun verða áfram. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um reikningsnúmer félagsins og vilji einhver að framlag fari til rannsókna þá er bara að nefna það með innlegginu:

Banki: 0516

Höfuðbók: 05

Reikningur: 410900

Kennitala: 630293-3089

Í 21 ár höfum við unnið að hagsmunum MND veikra og annara hópa í sömu eða svipaðri stöðu. Því munum við halda áfram, með ykkar aðstoð. Við gerum ekkert ein. Þið eruð frábær og eins og við segjum alltaf: Njótum augnabliksins og veljum lífið.

Fh. Stjórnar MND félagsins á Íslandi

Guðjón Sigurðsson, formaður