Skip to main content
Fréttir

Páll Karlsson með apríl pistil

By 17. júlí 2018No Comments

 

MND pistill, byggður á nýrri rannsóknargrein frá vísindamönnum frá Bandríkjunum, Hollandi og Ísrael (Harrison et al., 2018, birt í Amyotrophic Lateral Schlerosis and Frontotemporal Degeneration 2. Apríl: https://doi.org/10.1080/21678421.2018.1457059)

Rannsóknarteymi frá Bandaríkjunum, Hollandi og Ísrael, undir handleiðslu frá Richard Bedlack sem hélt fyrirlestur í Reykjavík á Alþjóðlega MND deginum árið 2017 í boði MND félagsins á Íslandi, birti nú í byrjun apríl vísindagrein sem fjallar um að finna það sem einkennir þá sjúklinga sem upplifa það að MND sjúkdómurinn gengur að nokkru leiti til baka í einhvern tíma, og hvernig þeir eru frábrugðnir þeim sem upplifa ágenga sjúkdómsframvindu.

Rannsóknin fór þannig fram að teymið fann sjúklinga sem læknarnir þekktu til að gætu verið að upplifa eða hefðu upplifað að sjúkdómurinn gengi til baka. Af 89 mögulegum tilfellum voru í allt 36 staðfest tilfelli þar sem sjúkdómurinn hafði að einhverju leiti gengið til baka. Niðurstöðurnar frá þessum tilfellum sýndu að þessir sjúklingar voru líklegri til þess:
*að vera karlmenn,

* að einkennin byrjuðu í neðri útlimum, og
* að sjúkdómurinn ágerðist hratt í byrjun.

Þá sýndu niðurstöðurnar einnig að það var algengara meðal þessara 36 sjúklinga að þeir tækju fæðubótaefni eða væru á off label treatments eins og curcumin, luteolin, cannabisolíu, azathioprine, kopar, glutathione, D-vítamín og fiskiolíu. Að lokum voru fleiri tilfelli af myasthenia gravis (MG, mótefnasjúkdómur sem líkist MND) og eingöngu lower MND. Í heildina sýndu niðurstöðurnar því að þessi tilfelli voru frábrugðin öðrum tilfellum hvað varðar lýðfræði, sjúkdómseinkenna og meðferðar.

Það var mjög breytilegt á milli sjúklinga hversu langur tími leið frá greiningu og þangað til að einkenni byrjuðu að ganga til baka og/eða staðna. Miðgildi frá greiningu voru 12 mánuðir, en það voru allt frá 1 mánuður og upp í 206 mánuðir. Alls voru 16 tilfelli þar sem eiknennin voru enn að batna þegar rannsókninni lauk. Það voru 12 tilfelli þar sem ALSFRS-R lækkaði (önnur tilfelli lækkuðu ekki á þessum skala en á öðrum mælingum) og var lækkunin að meðaltali 9,6. Myndin hér að neðan, sem tekin er úr greininni, sýnir hvernig ALSFRS-R skorið þróast hjá þessum sjúklingum frá greiningu og þar til hætt var að fylgjast með þeim.

                       

Greinarhöfundar komast því að þeirri niðurstðu að það sé fullt tilefni til þess að rannsaka þessi tilfelli þar sem einkennin ganga til baka nánar. Það mun gefa mikilvægar vísbendingar um hvað það er sem gerir það að verkum að sumir sjúklingar geti barist vel gegn sjúkdóminum. Sú þekking mun að lokum hjálpa til við þróun nýrra meðferðarmöguleika fyrir alla MND sjúklinga. Sú staðreynd að sjúklingar sem upplifa hjöðnun í einkennum eru líklegri til að taka áðurnefnd fæðubótarefni eða off label treatment er áhugaverð, en þessi grein sannar ekki að ástæða hjöðnununar sé út af þessu. Niðurstöðurnar gefa þó ákveðnar vísbendingar sem er þörf á að skoða nánar, því líffræðilega séð er mögulegt að þessi efni hafi jákvæð áhrif, að minnsta kosti á einhverja sjúklinga.