Skip to main content
Fréttir

Áheitasöfnun maraþons 2018

By 24. ágúst 2018No Comments
Reykjavíkur Maraþon Íslandsbanka 2018
Metáheit söfnuðust fyrir MND félagið þann 18. ágúst síðastliðinn.
Samtals hlupu 224 einstaklingar fyrir félagið. Alls bárust 1900 framlög vegna hlaupsins. Samtals söfnuðust 10.791.000 kr. Tveir hópar hlupu þetta árið fyrir okkur. 146 hlupu fyrir hópinn „Hlaupum fyrir Ágúst“. Þau söfnuðu alls: 8.363.100 kr. 4 hlupu fyrir „The Griswolds“. Þau söfnuðu alls: 386.000 kr. Við kunnum þeim og öllum okkar stuðningsaðilum bestu þakkir.
Árangur okkar hefur verið misjafn en þetta árið settum við met á öllum sviðum, bæði hvað varðar upphæðina sem safnaðist sem og fjölda hlaupara sem voru skráðir.
Íslandsbanki og ÍBR eiga þakkir skildar fyrir framkvæmd hlaupsins og áheitasöfnunarinnar.
MND félagið mun nota fjármunina til verkefna félagsins sem oftar en ekki eru til góðs fyrir mun fleiri en bara MND veika. Tækjakaup inn á heilbrigðisstofnanir nýtast vel öllum sjúklingahópum sem og starfsmönnum deildanna til að veita okkur betri þjónustu. Við munum halda áfram að mennta fagfólk. Styðjum við bakið á fjölskyldum félagsmanna sem þess þurfa. Styrkjum rannsóknir þar sem þær fara fram. Styðjum við ungt frumkvöðlafólk sem vinnur að nýungum á sviði velferðartækni. Jafningjafræðslan er okkur ákaflega mikilvæg. Auk annarra tilfallandi verkefna sem alltaf er nóg af.
Vetrarstarfið mun hefjast með fundi á Sauðárkróki þann 6. september 2018. Við förum alltaf með einn fund á ári á landsbyggðina. Enda spyr MND hvorki um aldur, kyn, trúarbrögð, litarhátt, kynhneigð eða búsetu. Nánar hér: https://www.facebook.com/events/179935869510632/
Þau sem vilja styðja við starf félagsins geta lagt inn á: Rn: 0516-05-410900 Kt: 630293-3089
Guðjón formaður MND félagsins, S. 823 7270