Fréttir

08.05.2020
Fyrirlestur Páls Karlssonar á fundinum
05.05.2020
Landlæknir hefur gefið út leiðbeiningar.
07.04.2020
MND teymið á LSH heldur úti fullri þjónustu við sína skjólstæðinga, eins og hægt er. Í stað heimsókna okkar til þeirra þá er nútímatækni notuð. Það er hringt, myndasímar notaðir eða málin leyst á annan hátt. MND teymið er okkur jafn nauðsynlegt nú eins og áður. Ekki draga að hafa samband ef eitthvað er ❤️
27.03.2020
Jafnvel þó Landlæknir hafi ennþá ekki fengist til að bæta MND veikum á listan yfir þá sem eru í mikilli hættu vegna COVIT19, þá erum við það. Förum varlega og fylgjum ráðum okkar færasta fólks á https://www.covid.is/ Hér fyrir neðan eru ráð vina okkar í Bretlandi vegna Corona vírussins. Vonum að það nýtist okkur: https://www.youtube.com/watch?v=-xtJYwKXLOQ&feature=youtu.be
18.03.2020
Viðbrögð MND teymis Landspítala vegna COVID19 Einstaklingar með MND sjúkdóminn eru viðkvæmir fyrir sýkingum og ekki síst öndunarfærasýkingum. Mikilvægt er að allir sem koma að umönnun þessara einstaklinga hugi vel að hreinlæti og fari eftir þeim tilmælum sem sett hafa verið af Landlækni gagnvart þeim hópum sem eru í áhættu fyrir alvarlegri sýkingu nýrrar kórónaveiru (COVID-19).
17.03.2020
Hvernig hafið þið það? Getur félagið gert eitthvað fyrir ykkur? Endilega verið í sambandi. mnd@mnd.is S. 823 7270. Kveðja Gaui
09.03.2020
Kæru Vinir Vegna COVID-19 og óska landlæknis um að heilbrigðisstarfsfólk sæki ekki fundi og ráðstefnur, höfum við ákveðið að fresta þessari mikilvægu ráðstefnu fram á haustið. Í von um betri tíð og blóm í haga þá biðjum við alla velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda einhverjum en vonumst til að sjá ykkur með haustinu. Nánari dagsetning auglýst síðar Kveðja Stjórn MND félagsins.
09.03.2020
Sæl öll, Vegna ráðlegginga landlæknis höfum við ákveðið að fresta aðalfundi um óákveðinn tíma. Við biðjum ykkur afsökunar á óþægindunum sem þetta kann að valda. Sjáumst hress síðar, Stjórn MND félagsins
05.02.2020
Næring og lýðheilsa fólks með kyngingarerfiðleika fékk eina milljón.
05.02.2020
Næring og lýðheilsa fólks með kyngingarerfiðleika fékk eina milljón.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?