20.10.2019
Sendi eftirfarandi á ráðamenn hjá ríki og hjá LSH, tilefnið var að fjölskylda ungs drengs er neydd til að flytja til Svíþjóðar til að fá mögulega lækningu.
Sæl öll,
Er það ásættanlegt að við þurfum til Svíþjóðar til að eiga möguleika á lækningu?
Er það stefna stjórnvalda að „hrekja“ taugasjúklinga á öllum aldri úr landi?
Er Landspítali svo veikburða að geta ekki lengur sinnt greiningu á t.d. MND sjúkdómnum? Dæmi sem ég hef er um stúlku sem var send út, á kostnað ríkisins, til greiningar og svo aftur til staðfestingar á sjúkdómnum.