Fréttir

28.01.2020
Okkar mánaðarlegi fundur verður í Sigtúni 42 frá 17-19:00. Gestur fundarins kemur frá Sinnum sem mun fræða okkur um þeirra þjónustu.
23.12.2019
Gleðilega hátíð-Happy Holidays 2019 Takk fyrir stuðninginn, án ykkar getum við ekkert. Thank you for your support, without you we do nothing.
06.12.2019
Oddfellowar mættu á félagsfund 5. desember 2019 og afhentu félaginu eina milljón króna í styrk. Við þökkum þeim innilega. Ámyndinni eru frá vinstri: Hafsteinn Guðmundsson, Jens Pétur Hjaltested, Jagga Sigtryggsdóttir og Þórður Valdimarsson.
25.10.2019
Vek athygli ykkar á þessum fræðslufyrirlestri um MND rannsóknir. Tekur um 30 mín. Dr Merit Cudkowicz er ein sú öflugasta í þessum bransa.
24.10.2019
Dr. Richard Bedlack hefur útbúið lista með 12 atriðum sem MND sjúklingar og aðstandendur þeirra ber að varast eða íhuga vandlega þegar meðferðir, vörur eða tilraunir tengdum sjúkdómnum eru auglýstar á netinu eða eru til umfjöllunar.
20.10.2019
Sendi eftirfarandi á ráðamenn hjá ríki og hjá LSH, tilefnið var að fjölskylda ungs drengs er neydd til að flytja til Svíþjóðar til að fá mögulega lækningu. Sæl öll, Er það ásættanlegt að við þurfum til Svíþjóðar til að eiga möguleika á lækningu? Er það stefna stjórnvalda að „hrekja“ taugasjúklinga á öllum aldri úr landi? Er Landspítali svo veikburða að geta ekki lengur sinnt greiningu á t.d. MND sjúkdómnum? Dæmi sem ég hef er um stúlku sem var send út, á kostnað ríkisins, til greiningar og svo aftur til staðfestingar á sjúkdómnum.
13.08.2019
Við þökkum öllum hetjunum sem hlaupa og ekki síst áheiturum fyrir stuðninginn. Við hittumst uppúr hádegi við Ráðhúsið og fögnum hvert öðru. Njótum dagsins og hvers annars.
25.07.2019
MND félagið á Íslandi fékk styrk í dag frá SORPU, eða Góða hirðinum að upphæð kr. 528,500.- sem við þökkum innilega fyrir.
15.06.2019
Mikið hlökkum við öll til dagsins þegar þessi dagur er gleymdur og tröllum gefin. Þá verður loksins fundin lækning við MND og félagsskapurinn orðinn kaffiklúbbur.
10.06.2019
Alþjóðlegi MND dagurinn 21. júní er haldin hátíðlegur um heim allan
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?