18.06.2020
MND Á ÍSLANDI. Nýtt nafn og nýtt merki.
Merkið er manneskja “með heiminn í höndum sér” opin fyrir öllum þeim tækifærum sem leynast og
bíða eftir að verða uppgötvuð og gripin. Manneskjan brýtur hér upp hringformið og hleypir inn von
og birtu, hringurinn sjálfur er ferlið, lífið. Hringform er m.a vísun í jörðina okkar og má sjá merkið
einnig sem manneskju haldast í hendur við heiminn og minna á hversu margir eru í baráttu við MND.
Ef horft er á negatív form merkisins má sjá manneskju með vængi (auðvelt að sjá í minni útgáfu
merkisins). Vængir veita afl og frelsi.
Samþykt á aðalfundi 13. júní 2020.
Guðjón