Í Skotlandi og kannski víðar, hafa verið stofnuð samtök þeirra sem sjá um sjúka, fatlaða og aldraða. Þeir sem vinna hjá samtökunum segja að með tilkomu samtakanna fyrir tíu árum hafi tilvera umönnunaraðila breyst til hins betra. Áður hafi þeir ekki haft skilnings samfélagsins á því mikilvæga hlutverki sem þeir gegna, þeir hafi ekki átt neinn rétt og enga sameiginlega rödd sem gat talað máli þeirra.
Það sem samtökin hafa náð fram er meðal annars: umönnunaraðilar hafa nú lagalegan rétt og stuðningshópar hafa verið settir á stofn um allt landið. Þrátt fyrir það sem gert hefur verið segja þeir að enn séu næg verkefni, niðurskurðarstefna stjórnvalda valdi því að sífellt þyngri byrgðar eru lagðar á herðar umönnunaraðila í stað þess að minnka þær. Þá þurfi stjórnvöld að gera sér grein fyrir því hve mikið fé sparast á því að fjölskyldur og vinir sjúklinga taka að sér umönnunarhlutverkið heimafyrir. Samtökin áætla að þessir aðilar spari gífurlegar fjárhæðir fyrir heilbrigðiskerfið og að einn af hverjum sjö skotum sinni einhverskonar umönnunarhlutverki. Þá benda athuganir þeirra til þess að mestur hluti þessa hóps séu konur og að flestir umönnunaraðilar séu á aldrinum 45-64 ára. Bakverkir og minniháttar meiðsl vegna erfiðra aðstæðna og rangra vinnustellinga koma fram hjá um helming umönnunaraðila.
Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa nýverið gefið út bækling fyrir umönnunaraðila/aðstandendur sem heitir "líf mitt sem aðstandandi". Heilbrigðisyfirvöld þar vilja að aðstandendur séu meira inni í málum sjúklinga. Þeir vilja í því samhengi að starfsfólk í heilbrigðisgeiranum sé sveigjanlegt og að það túlki lögin um þagnarskyldu í víðara samhengi en hingað til, þannig að það geti rætt frjálslegar við alla þá aðila sem standa að sjúklingnum, þ.m.t. aðstandendur.
Við látum hér fylgja með 10 góð ráð til umönnunaraðila úr þessum áðurnefnda bæklingi:
Upprunalega skrifað 23.3.2003 -
Við erum við alltaf við símann.
Við erum aðilar að:
Öryrkjabandalagi Íslands |
Evrópusamtökum MND félaga |
Alþjóðasamtökum MND félaga