Greinar

28.09.2020
Félagsfundur MND félagsins er fyrsta fimmtudag í mánuði, á skrifstofu okkar Sigtúni 42. Kl. 17:00-19:00. Næsti fundur eða hittingur er 1. október. Gætum að sóttvörnum eins og hægt er. Mætum öll hress og kát Við erum alltaf við símann.
04.09.2020
Félagsfundur MND félagsins er fyrsta fimmtudag í mánuði, yfirleitt, á skrifstofu okkar Sigtúni 42. Kl. 17:00-19:00. Næsti fundur eða hittingur er 5. september kl. 14:00-15:00 á netinu. Zoom tengillinn er: https://us02web.zoom.us/j/87317600399 Mætum öll hress og kát Við erum alltaf við símann.
18.06.2020
MND Á ÍSLANDI. Nýtt nafn og nýtt merki. Merkið er manneskja “með heiminn í höndum sér” opin fyrir öllum þeim tækifærum sem leynast og bíða eftir að verða uppgötvuð og gripin. Manneskjan brýtur hér upp hringformið og hleypir inn von og birtu, hringurinn sjálfur er ferlið, lífið. Hringform er m.a vísun í jörðina okkar og má sjá merkið einnig sem manneskju haldast í hendur við heiminn og minna á hversu margir eru í baráttu við MND. Ef horft er á negatív form merkisins má sjá manneskju með vængi (auðvelt að sjá í minni útgáfu merkisins). Vængir veita afl og frelsi. Samþykt á aðalfundi 13. júní 2020. Guðjón
18.05.2020
Aðalfundur MND félagsins vegna 2019, verður haldinn 13. júní 2020. Fundarstaður er Sigtún 42, kl. 14-16:00.
12.05.2020
Væri gaman að sem flestir gætu látið þennan texta með mynd af sér á fjalli! Ásamt áskorun um að styrkja MND rannsóknir.
08.05.2020
Fyrirlestur Páls Karlssonar á fundinum
05.05.2020
Landlæknir hefur gefið út leiðbeiningar.
07.04.2020
MND teymið á LSH heldur úti fullri þjónustu við sína skjólstæðinga, eins og hægt er. Í stað heimsókna okkar til þeirra þá er nútímatækni notuð. Það er hringt, myndasímar notaðir eða málin leyst á annan hátt. MND teymið er okkur jafn nauðsynlegt nú eins og áður. Ekki draga að hafa samband ef eitthvað er ❤️
27.03.2020
Jafnvel þó Landlæknir hafi ennþá ekki fengist til að bæta MND veikum á listan yfir þá sem eru í mikilli hættu vegna COVIT19, þá erum við það. Förum varlega og fylgjum ráðum okkar færasta fólks á https://www.covid.is/ Hér fyrir neðan eru ráð vina okkar í Bretlandi vegna Corona vírussins. Vonum að það nýtist okkur: https://www.youtube.com/watch?v=-xtJYwKXLOQ&feature=youtu.be
18.03.2020
Viðbrögð MND teymis Landspítala vegna COVID19 Einstaklingar með MND sjúkdóminn eru viðkvæmir fyrir sýkingum og ekki síst öndunarfærasýkingum. Mikilvægt er að allir sem koma að umönnun þessara einstaklinga hugi vel að hreinlæti og fari eftir þeim tilmælum sem sett hafa verið af Landlækni gagnvart þeim hópum sem eru í áhættu fyrir alvarlegri sýkingu nýrrar kórónaveiru (COVID-19).
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?