Greinar

27.03.2020
Jafnvel þó Landlæknir hafi ennþá ekki fengist til að bæta MND veikum á listan yfir þá sem eru í mikilli hættu vegna COVIT19, þá erum við það. Förum varlega og fylgjum ráðum okkar færasta fólks á https://www.covid.is/ Hér fyrir neðan eru ráð vina okkar í Bretlandi vegna Corona vírussins. Vonum að það nýtist okkur: https://www.youtube.com/watch?v=-xtJYwKXLOQ&feature=youtu.be
18.03.2020
Viðbrögð MND teymis Landspítala vegna COVID19 Einstaklingar með MND sjúkdóminn eru viðkvæmir fyrir sýkingum og ekki síst öndunarfærasýkingum. Mikilvægt er að allir sem koma að umönnun þessara einstaklinga hugi vel að hreinlæti og fari eftir þeim tilmælum sem sett hafa verið af Landlækni gagnvart þeim hópum sem eru í áhættu fyrir alvarlegri sýkingu nýrrar kórónaveiru (COVID-19).
17.03.2020
Hvernig hafið þið það? Getur félagið gert eitthvað fyrir ykkur? Endilega verið í sambandi. mnd@mnd.is S. 823 7270. Kveðja Gaui
09.03.2020
Kæru Vinir Vegna COVID-19 og óska landlæknis um að heilbrigðisstarfsfólk sæki ekki fundi og ráðstefnur, höfum við ákveðið að fresta þessari mikilvægu ráðstefnu fram á haustið. Í von um betri tíð og blóm í haga þá biðjum við alla velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda einhverjum en vonumst til að sjá ykkur með haustinu. Nánari dagsetning auglýst síðar Kveðja Stjórn MND félagsins.
09.03.2020
Sæl öll, Vegna ráðlegginga landlæknis höfum við ákveðið að fresta aðalfundi um óákveðinn tíma. Við biðjum ykkur afsökunar á óþægindunum sem þetta kann að valda. Sjáumst hress síðar, Stjórn MND félagsins
05.02.2020
Næring og lýðheilsa fólks með kyngingarerfiðleika fékk eina milljón.
05.02.2020
Næring og lýðheilsa fólks með kyngingarerfiðleika fékk eina milljón.
23.12.2019
Gleðilega hátíð-Happy Holidays 2019 Takk fyrir stuðninginn, án ykkar getum við ekkert. Thank you for your support, without you we do nothing.
24.10.2019
Dr. Richard Bedlack hefur útbúið lista með 12 atriðum sem MND sjúklingar og aðstandendur þeirra ber að varast eða íhuga vandlega þegar meðferðir, vörur eða tilraunir tengdum sjúkdómnum eru auglýstar á netinu eða eru til umfjöllunar.
20.10.2019
Sendi eftirfarandi á ráðamenn hjá ríki og hjá LSH, tilefnið var að fjölskylda ungs drengs er neydd til að flytja til Svíþjóðar til að fá mögulega lækningu. Sæl öll, Er það ásættanlegt að við þurfum til Svíþjóðar til að eiga möguleika á lækningu? Er það stefna stjórnvalda að „hrekja“ taugasjúklinga á öllum aldri úr landi? Er Landspítali svo veikburða að geta ekki lengur sinnt greiningu á t.d. MND sjúkdómnum? Dæmi sem ég hef er um stúlku sem var send út, á kostnað ríkisins, til greiningar og svo aftur til staðfestingar á sjúkdómnum.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?