Skip to main content

Stjórnarfundur MND félagsins 6. júní 2019

  1. Osló  og staða mála:

 

a)       Flug og Hótel klárt,Vantar enn rittúlk, Þórný Framkvæmdarstjóri Heyrnahjálpar og Guðjón eru að  reyna að finna aðila, sem er mjög erfitt, Valur var  spurður að því hvort  hann treysti sér til  að  sleppa honum og lesa af skjá,en hann treystir sér ekki til þess. Það verður reynt áfram.

b)      Hjálpartæki verða í boði eins og þarf.

 

  1. Næstu fundir ákveðnir.

a)       Alþjóðlegur dagur MND er þann 21.júní, og hugmynd er um að félagar hittist í Cafe Flóru í Laugardal á milli 16 og 18, og geri sér glaðan dag, boðið upp á kaffi og  köku, Ís fyrir krakkana, Annað verslar fólk sjálft, Ótthar athugar stöðuna  hjá Cafe Flóru og tekur frá aðstöðu.

a)       Hittingur í Laugardalshöll á skráningarhátíð 22.-23 ágúst, stefnum á að gefa  blöðrur og merki líkt og í fyrra, Steinunn kannar og pantar, sama staðsetning í höllinni og í fyrra, sem og við ráðhúsið norð-austan horn á maraþoninu sjálfu.

b)      Hvetja fólk til að skrá sig í maraþonið á miðlum okkar og og að hlaupið sé undir merkjum MND.

c)       Það er mikill vilji til þess að halda nóvember fund á Droplaugarstöðum, þar er góð aðstaða og verður fróðlegt að skoða aðstöðuna, fundur festur 7 nóvember.

d)      Október fundur verður haldinn í Osló, Guðjón, Steinunn, Valur, Jónína fara, athuga að loka dagsetning fyrir skráningu í ferð er 10,júní.

e)      Dagsferð á Akureyri þar sem September  fundur verður haldinn, Ágúst verður innan handar með fundarstað ofl. Fundur festur 5.september.

Önnur mál.

3 lyf lofa góðu en au hafa ekki fengist samþykkt, Guðjón og  Ágúst hafa báðir áhuga á að prófa eitt þeirra QATSM, í samráði við lækna, hin tvö lyfin lofa góðu, innflutningur er í skoðun, það verður sótt um undanþágur en það er tímafrekt ferli.

Athuga að búa til viðburði á facebook fyrir fundi, fram í tímann, þá fær fólk áminningu,

 

Fundi slitið kl 17.00,

Guðjón, Steinunn, Valur og Ótthar mætt.