Upplýsingablöð

Hvernig á að nota upplýsingablöðin

Til að fylgjast með

Markmið þessa hluta er að hjálpa þér að halda utan um samskipti þín við starfsfólkheilbrigðis og félagsmála. Blöðin sem fylgja hér með eru hönnuð til að hjálpa þér að haldaskýrslu um hvað gerist og hvernig megi koma í veg fyrir óþarfar endurtekningar.

Það er undir þér komið hvaða eyðublöð þú notar. Hvað sem þú velur, þá er gott að geyma allar upplýsingar á einum stað svo að þú getir tekið þær með þér á alla fundi.

Eyublöðin sem fylgja með eru:

Persónulegar upplýsingar

Það fagfólk sem þú hefur samband við mun að öllum líkindum vilja sjá mest afupplýsingunum um þig. Það getur komið í veg fyrir að þú þurfir að endurtaka þig aftur og aftur. Til að spara þér tíma og orku, sérstaklega ef þú þreytist á að tala, þá getur þú fyllt allapappírana út og gefið öðrum eintak.

Um mig

Þú getur notað þetta til að láta fólk vita um persónluegar þarfir og hvernig MND hefur áhrif áþig. Þetta getur verið hagnýt hjálp fyrir hjúkrunarfólk ef þú ert á spítala.

Samskiptaskrá

Er mjög líklega einfaldasta skjalið en það notadrýgsta! Þú hittir líklega margt fagfólk og þaðer auðvelt að gleyma hver sagði hvað og hver gerir hvað. Það er sjálfsagt að biðja þá aðilasem heimsækja þig og þá sem þú heimsækir, að fylla út í samskiptaskrána, hvers vegna þeirkomu og hvort/hvernig þeir ætla að fylgja heimsókninni eftir. Þetta mun líka gagnast öðrufagfólki við að fá yfirsýn yfir hvað aðrir eru að gera til að koma í veg fyrir tvíverknað.

Faglegir tengiliðir og nafnspjöld

Eitt af því mikilvægasta og gagnlegasta sem þarf að gera er að halda skrá yfir allt fagfólk semheimsækir þig, þá sem þú hittir á sjúkrahúsum og hvernig þú getur haft samband við þá aftur. Allir eru þeir reiðubúnir til að láta þig fá upplýsingar um hvernig hægt er að ná í þá aftur.Þessar upplýsingar er gott að hafa saman á einum stað, á einfaldan hátt eins og á þessu blaði. Þetta mun koma í veg fyrir óþarfa leit ef þig vantar aðstoð strax.

Hjálpartækjaskrá

Hjálpartæki eru nausynleg. Þau geta komi frá mismunandi aðilum þannig að Það er gott aðskrá niður hvaðan hvert tæki kemur og hvern á að tala við. Þetta kemur sér vel ef tækin bilaeða þarfnast endurnýjunar.

Lyfjalisti

Þú getur skrifað niður alla fyrirskipaða meferð hér. Þú getur tekið möppuna með þér þegar þúhittir lækninn þinn og beðið hann um að skrifa niður hvaða lyf er við hverju og þæraukaverkanir sem ætti að fylgjast með.

Viðtöl

Fylgdstu með öllum viðtölum þínum og komdu í veg fyrir endurtekningar.

Minnisblöð

Það er alveg undir þér komi hvernig þú notar þessi blö. Þú gætir viljað skrifa niður hugsanirþínar og tilfinningar eða bara það sem drífur á daginn. Þú getur einnig skrifað niður þær spurningar sem þig langar til að bera upp við tengla þína í næsta viðtali.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?