Auðlesið mál

Hvað er MND?

MND er sjúkdómur sem hefur áhrif

á vöðvana í líkamanum okkar.

Í líkamanum okkar sér heilinn um
að senda skilaboð til vöðvanna.

Heilinn sendir skilaboðin í gegnum taugar
sem eru inni í líkamanum okkar.

MND sjúkdómurinn ruglar þessi skilaboð.

Þegar heilinn getur ekki sent réttu skilaboðin til vöðvanna

þá hættir fólk að geta notað vöðvana sína rétt.

Sjúkdómurinn ruglar skilaboðin svo mikið

að fólk með MND verður máttlaust í öllum líkamanum.

 

Afhverju er MND alvarlegur sjúkdómur?

Það er ekki til lækning við MND.

Fólk með MND sjúkdóminn er fyrst lítið veikt.

En það verður meira og meira veikt.

Fólk með MND sjúkdóminn verður svo veikt að það deyr.

 

MND teymið

Á Landspítalanum vinnur hópur af fólki

við að hjálpa þeim sem eru með MND sjúkdóminn.

Þessi hópur er kallaður MND teymið.

 

Hvað gerir MND teymið?

Þau styðja fólk með MND sjúkdóminn og fjölskyldur þeirra.

Þau skipuleggja þjónustu og læknis-aðstoð sem fólk þarf.

Þau gefa góð ráð um svefn, hreyfingu, mat og fleira.

 

Þau þekkja MND sjúkdóminn og vita hvernig á að hugsa

um fólk sem fær þennan sjúkdóm.

Þau vita mikið um líkamann, til dæmis um vöðva og taugar.

Þau vita að MND sjúkdómurinn er alvarlegur og breytir lífi fólks mikið.

 

MND teymið vill að fólk með MND sjúkdóminn eigi betra líf.

Þau hjálpa fólki og fjölskyldum þeirra.

 

Dæmi um hvernig MND gerir manneskju veika

Manneskja með MND sjúkdóminn er fyrst lítið veik.

En hún verður meira og meira veik.

 

- Manneskja finnur að einn putti er máttlaus.

Eða henni finnst erfiðara að kyngja.

- Manneskjan finnur að fleiri vöðvar eru máttlausir.

Til dæmis hendur, fætur eða munnur.

Henni getur fundist erfitt að tala.

- Manneskjan er hætt að geta notað vöðvana.

Hún er alveg máttlaus í öllum líkamanum.

Henni getur fundist erfiðara að anda.

- MND sjúkdómurinn hefur gert líkamann svo veikan

að manneskjan getur ekki lengur andað.

Hún deyr.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?