Skip to main content

MND teymi LSH

MND sjúkdómurinn er hreyfitaugungahrörnun sem einkennist af minnkandi styrk vöðva og rýrnun þeirra.

Sjúkdómurinn hefur í för með sér miklar breytingar á lífi fólks.

Þessum bæklingi er ætlað að veita upplýsingar um þá stuðnings- og meðferðaraðila sem MND sjúklingar og aðstandendur þeirra geta leitað til.

MND teymi LSH

Upplysingarit

Notandinn

Ef ekki væri fyrir MND teymið, værum við sem notum aðstoðina sem lauf í vindi. Fjúkandi stefnulaust út um allt.

Hjúkrunarfræðingurinn

Riluzole er sem stendur eina lyfið sem leyft er til meðferðar við MND á Íslandi. Þar sem riluzole hentar sumum en ekki öllum ætti meðferð með því ætíð að vera samkvæmt ráðleggingum taugasérfræðings með reynslu af MND. Heimilislæknar geta svo annast áframhaldandi ávísun lyfsins og eftirlit með notkun þess samkvæmt samkomulagi.

Sálgæslan

Samtal við sérfræðing í áföllum og samveru er alltaf hjálplegt.

Iðjuþjálfinn

Ef það vantar hjálpartæki þá er Iðjuþjálfinn aðilinn til að leita aðstoðar hjá.

Sjúkraþjálfinn

MND hefur mismunandi áhrif á fólk en sem dæmi um einkenni má nefna vandamál við að hreyfa sig, fara um og breyta um líkamsstellingu.

Félagsfræðingurinn

Að rata um í „réttinda frumskóginum“ er mikið mál. Félagsfræðingurinn er leiðsögu aðilinn sem allt þekkir í kerfunum.

Öndunin

MND getur veikt millirifjavöðva og þind, svokallaða öndunarvöðva, sem eru nauðsynlegir við inn- og útöndun. Við það getur öndunargeta orðið minni. Það getur leitt af sér önnur einkenni eins og þreytu og mæði.

Næringin

Algengt er að fólk með MND sé með erfiðleika við kyngingu og geti átt erfitt með að borða og drekka. Máltíðir geta dregist á langinn sem getur valdið því að fólk borðar minna en það hefur þörf fyrir.